Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   lau 03. janúar 2026 11:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maresca sagði ekki orð áður en hann fór
Mynd: EPA
Enzo Maresca kvaddi ekki leikmenn Chelsea áður en hann yfirgaf félagið á nýársdag.

Hann fór ekki á fréttamannafund eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Bournemouth 30. desember. Fyrst var talað um að hann væri veikur en talið er að hann hafi verið á íhuga framtíð sína.

The Athletic greinir frá því að Maresca hafi yfirgefið félagið án þess að kveðja leikmennina. Hann fór inn í klefa eftir jafnteflið til að skipta um föt og yfirgaf án þess að segja orð við liðið.

Leikmennirnir vissu ekkert hvað var í gangi en vissu að eitthvað gekk á þegar þeir fengu skilaboð á heimleiðinni að þeir fengu tveggja daga frí en það er breyting á venjulegu plani.

Chelsea heimsækir Man City á morgun en Calum McFarlane, þjálfari U21 liðsins, mun stýra Chelsea. Liam Rosenior, stjóri Strasbourg, er talinn líklegastur til að taka við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner