Sergio Ramos, fyrrum leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, leiðir fjárfestingahóp sem ætlar að festa kaup á uppheldisfélaginu hans, Sevilla, fyrir 400 milljónir evra.
Ramos fæddist í Seville héraði og var í akademíu liðsins áður en hann gekk til liðs við Real Madrid árið 2005. Hann sneri aftur til Sevilla tímabilið 2023/24.
Þessi 39 ára gamli leikmaður er án félags eftir að hafa yfirgefið mexíkóska félagið Monterrey í desember.
Hann yrði ekki stærsti fjárfestinn í hópnum en er andlit hans. Það er bandarískur sjóður sem kemur að tilboðinu.
Athugasemdir


