Guðmundur Magnússon er búinn að kveðja uppeldisfélagið sitt Fram í fjórða sinn á ferlinum.
Hann var fyrirliði Fram og átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið, sem átti að renna út eftir næsta keppnistímabil.
Gummi Magg er 34 ára framherji sem lék á láni með Breiðabliki seinni hluta síðasta árs. Hann hefur í heildina skorað 131 mark í 415 skráðum KSÍ-leikjum fyrir sjö mismunandi félagslið.
Hann á 41 mark í 166 leikjum í efstu deild og 58 mörk í 148 leikjum í næstefstu deild.
Sumarið 2022 skoraði Gummi 17 mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni sem er hans besti afrakstur í efstu deild. Hann endaði sem næstmarkahæstur á deildartímabilinu með jafn mörg mörk skoruð og atvinnumaðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson, en Nökkvi varð markakóngur á færri spiluðum leikjum.
Athugasemdir



