Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Bristol fær ellefu milljónir fyrir söluna á Semenyo
Mynd: EPA
Championship félagið Bristol City fær um 11 milljónir punda í sinn hlut þegar félagaskipti Antoine Semenyo til Manchester City verða gengin í gegn.

Man City er að kaupa kantmanninn knáa úr röðum Bournemouth fyrir 65 milljónir punda og munu 11 af þeim milljónum renna í kassa Bristol.

Bournemouth keypti Semenyo fyrir þremur árum síðan á 10,5 milljónir punda og hélt Bristol 20% endursöluákvæði á hagnaði. Hagnaðurinn nemur um 55 milljónum og því ættu um 11 milljónir renna til Bristol.

Bristol City er í umspilsbaráttu í deildinni, með 39 stig eftir 25 umferðir. Þessar ellefu milljónir gætu komið sér afar vel í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner