Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin: Kamerún sendi Suður-Afríku heim
Stórleikur í 8-liða úrslitum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Suður-Afríka 1 - 2 Kamerún
0-1 Junior Tchamadeu ('34 )
0-2 Christian Kofane ('47 )
1-2 Evidence Makgopa ('88 )

Suður-Afríka og Kamerún áttust við í spennandi slag í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag.

Suður-Afríkumenn fengu bestu færin í fyrri hálfleik en lentu marki undir þegar Junior Tchamadeu skoraði eftir atgang í vítateignum í kjölfar hornspyrnu.

Úrvalsdeildarstjörnurnar Bryan Mbeumo og Carlos Baleba voru meðal byrjunarliðsmanna Kamerún í leiknum.

Kamerún tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks þegar Christian Kofane, 19 ára framherji Bayer Leverkusen, stangaði fyrirgjöf frá Mahamadou Nagida, 20 ára vinstri bakverði Rennes, í netið.

Síðari hálfleikurinn var jafnari heldur en sá fyrri og jafnframt opnari. Suður-Afríka lagði meira púður í sóknarleikinn svo snöggir leikmenn Kamerún reyndu að refsa með skyndisóknum en klúðruðu góðum færum.

Suður-Afríku tókst að minnka muninn á lokamínútum leiksins þegar varamennirnir Aubrey Modiba og Evidence Magkopa tengdu vel saman til að setja boltann í netið. Modiba gaf lága fyrirgjöf frá vinstri vængnum og náði Magkopa að setja boltann í netið af stuttu færi eftir mjög gott hlaup í vítateignum.

Suður-Afríkumenn sóttu mjög stíft á lokamínútunum en tókst ekki að skora þrátt fyrir að hafa skapað sér nokkur hálffæri. Lokatölur urðu 1-2 og fer Kamerún áfram í næstu umferð.

Ungt og spennandi lið Kamerún mætir heimamönnum í Marokkó í stórleik í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner