Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   fös 02. janúar 2026 14:44
Elvar Geir Magnússon
Ljóst hver stýrir Chelsea gegn Man City
Calum McFarlane er 40 ára gamall.
Calum McFarlane er 40 ára gamall.
Mynd: Chelsea
Tilkynnt var í gær að Enzo Maresca hefði látið af störfum sem stjóri Chelsea. Liðið heimsækir Manchester City á sunnudaginn.

Calum McFarlane mætti á fréttamannafund Chelsea í dag en hann er tekinn við liðinu til bráðabirgða og stýrir því í leiknum um helgina.

Hann starfaði áður í akademíu Manchester City og hefur verið að gera góða hluti sem þjálfari U21 liðs Chelsea. Eftir því hefur verið tekið og um það talað.

Þetta verður í fyrsta sinn sem hann stýrir aðalliði í leik.

„Þetta er fótboltaleikur sem snýst ekki um mig eða fyrsta leikinn minn. Tvö frábær lið eru að fara að mætast," sagði McFarlane á fréttamannafundinum.

„Síðasti sólarhringur hefur verið algjör þeytivinda, algjört brjálæði. En hann hefur einnig verið skemmtilegur og spennandi. Það var mikil orka á æfingu í dag og leikmenn virðast mjög einbeittir. Leikmennirnir eru fagmenn. Reece James hefur mikið hjálpað. Hann er alvöru leiðtogi innan hópsins og hefur aðstoðað starfsliðið og leikmennina."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner