Cagliari 0 - 1 Milan
0-1 Rafael Leao ('50)
0-1 Rafael Leao ('50)
AC Milan kom sér tímabundið á topp ítölsku deildarinnar með naumum sigri á útivelli gegn Cagliari.
Staðan var markalaus eftir jafnan og nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik þar sem hvorugt lið fékk gott færi til að skora.
Portúgalinn knái Rafael Leao tók forystuna fyrir gestina frá Mílanó í upphafi síðari hálfleiks eftir góðan undirbúning frá frönsku miðjumönnunum Youssouf Fofana og Adrien Rabiot.
Milan var sterkari aðilinn í síðari hálfleik sen var áfram tíðindalítill. Milan gaf ekki færi á sér eftir leikhléð og urðu lokatölur 0-1 í Sardiníu.
Milan er með 38 stig eftir 17 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan nágrannana í Inter sem spila við Bologna á sunnudagskvöldið.
Cagliari er í neðri hluta Serie A, sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir



