Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. desember 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Heimasíða Þróttar R. 
Heimavöllur Þróttar R. verður Eimskipsvöllurinn
Þróttarar fagna hér marki á tímabilinu sem var að líða
Þróttarar fagna hér marki á tímabilinu sem var að líða
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Þróttur úr Reykjavík og Eimskip hafa undirritað samstarfssamning sem gildir frá 2017 til ársins 2019 eða til þriggja ára.

Með samningnum gerist Eimskip einn af aðalstyrktaraðilum Þróttar og er eitt af markmiðum samningsins að með stuðningi Eimskips verði Þrótti gert auðveldara að byggja upp öflugt íþrótta- og félagsstarf í Laugardalnum og sinna þar skyldum sínum í forvörnum og afreksstarfi.

Aðalvöllur Þróttar mun bera nafn fyrirtækisins og nefnist því „Eimskipsvöllurinn“ frá og með 1. janúar 2017.

Þróttur lítur á samninginn sem jákvæðan og öflugan þátt í því að styrkja enn frekar starf félagsins á öllum sviðum og væntir mikils af samstarfi við fyrirtæki sem hefur áratugum saman stutt við íþróttastarf á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner