Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að Bayern hafði samband - „Öll einbeiting er á EM"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick staðfest í dag að Bayern Munchen setti sig í samband við hann varðandi þann möguleika að hann tæki við sem stjóri liðsins í sumar.

„Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita," sagði Rangnick í viðtali í Austurríki.

„Einbeitingin mín er á austurríska landsliðinu. Við erum með fulla einbeitingu á EM. Mér finnst mjög þægilegt að vinna hér."

„Á þessum tímapunkti er engin ástæða til að fara djúpt í þetta,"
sagði Rangnick.

Hann var spurður hvort að þessar vangaveltur gætu truflað landsliðið og hvort hann muni klára samninginn sinn sem gildir fram á árið 2026. „Við viljum passa upp á liðið eins vel og hægt er - og gera eins vel og hægt er. Ég á í mjög góðu sambandi við liðið mitt. Það mun ekki spila betur þó að ég segi við menn að ég muni pottþétt vera hér næstu fjögur árin."

„Ef ég vil gera eitthvað annað þá mun ég ræða það fyrst við sambandið,"
sagði Rangnick.

Hann er 65 ára Þjóðverji sem var stjóri Manchester United áður en hann tók við sem þjálfari austurríska landsliðsins árið 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner