Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 24. apríl 2024 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH færir heimaleik til Hauka - Tindastóll mætir Blikum í bænum
Frá Birtu-vellinum á Ásvöllum.
Frá Birtu-vellinum á Ásvöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll fagnar marki.
Tindastóll fagnar marki.
Mynd: Hrefna Morthens
Búið er að færa tvo leiki í næstu umferð í Bestu deild kvenna á annan leikstað.

Í fyrsta lagi er um að ræða leik FH og Þórs/KA, en Kaplakrikavöllur er ekki klár í slaginn. Því var leikurinn færður á Ásvelli og mun hann fara fram á heimavelli Hauka, á BIRTU vellinum.

Þá var leikur Breiðabliks og Tindastóls færður á Kópavogsvöll en liðin víxla á heimaleikjum. Hann átti að fara fram á Sauðárkróki en völlurinn þar er ekki leikhæfur.

Fjallað er um málið á Feykir.is. Þar segir: „Í leysingunum síðastliðinn laugardag fór gervigrasvöllurinn glæsilegi á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki undir vatn og var völlurinn ekki leikhæfur á sunnudegi."

Gúmmípúðinn undir vellinum er ónýtur og þarf að grípa til aðgerða snögglega.

„Völlurinn er slysahætta eins og hann er í dag," sagði Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, við Feyki.

laugardagur 27. apríl
14:00 Þróttur R.-Valur (AVIS völlurinn)
14:00 Keflavík-Stjarnan (Nettóhöllin-gervigras)
16:15 FH-Þór/KA (BIRTU völlurinn)
16:15 Breiðablik-Tindastóll (Kópavogsvöllur)
16:15 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner