Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. nóvember 2018 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: England í undanúrslit og Króatar í B-deild
Mynd: Getty Images
England 2 - 1 Króatía
0-1 Andrej Kramaric ('57)
1-1 Jesse Lingard ('78)
2-1 Harry Kane ('85)

England mun leika í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar næsta sumar eftir sigur á Króatíu á Wembley í dag.

Englendingar voru ívið sterkari framan af en það voru Króatar sem komust yfir á 57. mínútu leiksins. Andrej Kramaric skoraði þá laglegt mark. Hann virtist vera búinn að klúðra þeirri stöðu sem hann var kominn í, en hann bjargaði sér heldur betur með því að setja boltann í netið.

Markið kom þvert gegn gangi leiksins en það er bara spurt um mörk í fótbolta og Englendingar náðu að skora mörk á síðustu mínútum leiksins.

Varamaðurinn Jesse Lingard jafnaði á 78. mínútu og Harry Kane, fyrirliðinn, skoraði sigurmarkið á 85. mínútu. Lokatölur 2-1.

Hvað þýða þessi úrslit?
Sigurliðið úr þessum leik var að fara að vinna riðilinn og Englendingar gera það. Spánn endar í öðru sæti og Króatía í þriðja sæti. Króatía fer niður í B-deild ásamt Íslandi, Þýskalandi og Póllandi.

England er komið í undanúrslit ásamt Portúgal en það á eftir að koma í ljós með hin tvö liðin.

Sjá einnig:
Undanúrslit og úrslit Þjóðadeildarinnar í Portúgal
Athugasemdir
banner
banner
banner