Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. nóvember 2018 17:06
Fótbolti.net
Freyr vonar að Aron Einar muni fara út í þjálfun
Icelandair
Aron þjálfaralegur á æfingu í dag.
Aron þjálfaralegur á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron og Freyr á æfingu í dag.
Aron og Freyr á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði myndi bara spila gegn Belgíu er hann með landsliðshópnum allan tímann í verkefninu.

Hann hefur verið í öðruvísi hlutverki síðustu daga og fylgst með liðsfélögum sínum æfa frá hliðarlínunni. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki í vafa um að Aron sé efni í framtíðarþjálfara.

Þetta sagði Freyr í ítarlegu spjalli í nýjasta Innkasti Fótbolta.net.

„Það er frábært að fá Aron inn. Mér fannst frammistaða hans á móti Belgíu, ég ætla bara að segja stórkostleg. Litlu hlutirnir sem hann lætur tikka fyrir liðið eru ómetanlegir. Stjórnun hans, leikskilningur og nærvera eru á allra hæsta klassa í heiminum," segir Freyr.

„Aron er frábær leiðtogi og frábært að hafa hann í kringum hópinn. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa ungu stráka að sjá hvernig hann vinnur. Auðvitað væri betra að sjá hann meira á æfingasvæðinu en hann er að ganga í gegnum erfið meiðsli. Það er samt ekki einn einasti vælutónn í Aroni Einari. Hann hugsar vel um sig og er sannur atvinnumaður."

„Aron er í dökkblárri úlpu og ég vona að hann fari í þjálfun þegar hann hættir að spila. Ég tel að hann hafi fullt í það að gera," segir Freyr.

Þegar Elvar Geir, sem tók viðtalið, sagði að Aron væri allavega með gott þjálfaralúkk sagði Freyr að hann minnti reyndar sjálfan sig frekar á Conor McGregor bardagakappa!

„Maður fann líka gríðarlegan mun í síðasta glugga þegar Alfreð (Finnbogason) og Jói (Berg) komu inn. Þeir hafa allir leiðtogaeiginleika. Ég fann mikinn gust af Jóa og mikla leiðtogahæfileika af Alfreð. Þessir strákar sem eru með þessa reynslu hafa mikið að segja fyrir liðið."

Þess má geta að Aron sagði í viðtali við Fótbolta.net í fyrra að það væri planið að fara út í þjálfun eftir ferilinn.

Smelltu hér til að hlusta á 45 mínútna spjall við Frey í Innkasti frá Belgíu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner