Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mið 24. apríl 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli: Upplifði hluti sem eiga ekkert að gerast í svona klúbbi
Mynd: Esbjerg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson kom í síðasta mánuði heim til Íslands, gekk í raðir FH frá danska félaginu Esbjerg. Ísak haði verið i Danmörku frá sumrinu 2019, fyrst hjá SönderjyskE og svo hjá Esbjerg.

Miðvörðurinn, sem er 23 ára, ræddi við Fótbolta.net á dögunum um árin úti.

„Ég er búinn að lenda í ýmsu eftir að ég fór út. Sem manneskja er ég búinn að stækka rosalega mikið og sem leikmaður líka. Ég held að allir sjái það ef þeir bera saman leik minn áður en ég fór út og eftir að ég kom heim," sagði Ísak.

Ísak gekk í raðir Esbjerg sumarið 2021 eftir tvö ár hjá SönderjyskE. Esbjerg féll úr B-deildinni vorið 2022 og náði ekki að komast upp úr C-deildinni síðasta vor. Liðið stefnir nú upp úr deildinni, liðið er með 15 stiga forskot á 3. sætið þegar 24 stig eru í pottinum.

„Árin hjá Esbjerg voru hrikalega góð, sérstaklega utan vallar, ég varð pabbi og giftist konunni minni - allt æðislegt. Ég upplifði marga hluti utan vallar og innan vallar sem á ekkert endilega að gerast í svona klúbbi. Ég stækkaði í leiðtogahlutverkinu, á tímabili var ég orðinn varafyrirliði og átti góða tíma. Svo átti ég líka mjög slæma tíma, en ég ætla taka allt það góða út úr þessu."

Hvað var svona eftirminnilegast?

„Ef ég tek allt tímabilið úti þá unnum við í SönderjyskE bikarinn árið 2020, það var hrikalega gaman. Það var líka hrikalega eftirminnilegt, en ekki á góðan hátt, að hafa fallið með liðinu. Það var alveg hræðilegt. Ég vil meina að ég hafi skilið við Esbjerg á betri stað en þegar ég kom. Þeir eru að fara upp núna og eru bara á flottum stað."

Ísak var í liðinu hjá Esbjerg snemma á tímabilinu en datt svo úr liðinu og spilaði lítið þegar leið á.

„Það er hrikalega sterkur leikmannahópur. Ég spilaði einhverja 30-40 leiki í röð og svo ákveður þjálfarinn að skrifa. Þá fara þeir á eitthvað rosalegasta skrið sem ég hef séð og það er ekkert hægt að setja út á það sem leikmaður. Ef liðið vinnur 14 leiki í röð þá er þjálfarinn ekkert að fara breyta."

Á hvaða tímapunkti ákveður þú að fara til Íslands?

„Ég var raun og veru búinn að ákveða að skoða það í nóvember/desember. Ég ætlaði að skoða hvað myndi koma upp úti en mér fannst allir möguleikarnir úti ekki jafn spennandi og hérna heima."

„Það kom alveg eitthvað framandi upp, en þegar maður er kominn með fjölskyldu... mig langaði ekki að fara út í eitthvað svoleiðis með konu barn,"
sagði Ísak.
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Athugasemdir
banner
banner