Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 18. nóvember 2018 19:30
Fótbolti.net
Freyr um sleggjudóma: Síðasta fíflið er ekki fætt
Icelandair
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ýmislegt er látið flakka á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum í kringum íslenska landsliðið í fótbolta. Kristján Guðmundsson talaði um það í viðtali í gær að fólk gleymdi sér oft í að leita að sökudólgum.

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, segist hafa verið undirbúinn undir þetta þegar hann tók við starfinu en segir að leikmenn taki þessu misjafnlega. Umræðan sé oft ómálefnaleg.

Smelltu hér til að hlusta á 45 mínútna spjall við Frey í Innkasti frá Belgíu

„Áður en tilkynnt er að ég tek að mér þetta starf þá tala ég við mína bestu vini og fjölskyldu. Ég skrifa til þeirra bréf og segi þeim að þetta sé að fara að gerast, þar lýsi ég fyrir þeim að það verði áreiti og oft á tíðum verði sagðir hlutir og skrifaðir hlutir um mig sem gætu tekið á. Fólk þyrfti að vera undirbúið undir það. Ég veit að þetta haust hefur tekið á hjá ákveðnum aðilum tengdum mér," segir Freyr.

„Ég sjálfur lokaði á alla miðla og fylgist ekki með umræðunni sjálfur. Það hefur verið alveg nýtt fyrir mig. Ég tók þessa ákvörðun því mér finnst ekki gott að hlusta á ómálefnalegar umræður, sleggjudóma og oft á tíðum persónuárásir. Ég ákvað að lesa þetta ekki og þá ertu heldur ekki að fylgjast með því þegar verið er að hrósa þér."

Ekki allir sem geta blokkerað svona umræðu út
Á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum eru oft stór orð látin falla um leikmenn.

„Með leikmennina er þetta nákvæmlega sama hjá mörgum held ég. Þeim finnst ekki gott þegar verið er að skrifa eða tala illa um þá. Fólk fer oft hamförum í þessu og sleggjudómarnir eru stórir. Fólk er oft fljótt að stökkva til. Á sama tíma fá leikmenn og þjálfarar hrós þegar vel gengur. Fólki er annt um liðið og þannig viljum vð hafa það," segir Freyr.

„Ég vonast að umræðan sé yfirhöfuð málefnaleg og fólk vandi sig áður en það ræðst á persónurnar. Ég vona að fólk átti sig á því að það er að tala til leikmannana því þeir lesa margt af þessu. Stór hluti af hópnum er vanur ýmsu og getur blokkerað helling út, en alls ekki allir."

„Ef leikmenn eiga kafla þar sem þeir spila ekki vel þá eru menn oft dæmdir og sagðir ljótir hlutir um þá. Þetta fylgir bransanum. En ég vildi ekki vilja sleppa umfjölluninni sem er kringum liðið. Íslendingum þykir gríðarlega vænt um íslenska landsliðið og þannig á það að vera. Þess vegna skapast þessi umræða," segir Freyr.

„Þetta er þannig að síðasta fíflið er ekki fætt. Það verður alltaf einhver leiðindaumræða og fólk sem kallar á athygli með neikvæðum ummælum."

Smelltu hér til að hlusta á 45 mínútna spjall við Frey í Innkasti frá Belgíu
Athugasemdir
banner
banner