Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. nóvember 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Bendtner hættir við áfrýjun - Fer í fangelsi
Bendtner ræðir við dómara eftir leik á Origo-vellinum í sumar.
Bendtner ræðir við dómara eftir leik á Origo-vellinum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Nicklas Bendtner mun afplána 50 daga í fangelsi eftir að hann hætti við að áfrýja dómi á dögunum.

Bendtner var dæmdur fyrir líkamsárás á leigubílstjóra þann 9. september síðastliðinn. Bendtner kjálkabraut leigubílstjórann í átökunum.

Bendtner fékk far með leigubílstjóranum eftir að hafa verið úti að skemmta sér en lenti síðan í rifrildi við hann. Fyrir dómi bar Bendtner því við að um sjálfsvörn væri að ræða en dómararnir keyptu ekki þá skýringu.

Því var Bendtner dæmdur í 50 daga fangelsi auk þess sem hann var sektaður um 1500 danskar krónur (28 þúsund krónur).

Bendtner er á mála hjá Rosenborg í Noregi en ekki er ljóst hvenær hann mun sitja fangelsisdóminn af sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner