Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 05. júlí 2005 13:14
Hafliði Breiðfjörð
Chelsea staðfesta tilboð í Gerrard
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Chelsea staðfestu í dag að félagið hafi lagt fram tilboð í Steven Gerrard fyrirliða Liverpool en yfirlýsing þess efnis var birt á vefsíðu félagsins í kjölfar þess að Rick Parry framkvæmdastjóri Liverpool tilkynnti opinberlega um tilboðið og sagði Liverpool ætla að hafna því en talið er að tilboðið nemi 32 milljónum punda.

Í yfirlýsingu Chelsea sagði:
,,Í kjölfar ummæla Rick Parry framkvæmdastjóra Liverpool í morgun getur Chelsea staðfest að félagið hafi lagt fram tilboð til Liverpool vegna félagaskipta Steven Gerrard. Skilmálar tilboðsins eru trúnaðarmál."
Athugasemdir
banner
banner
banner