Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. desember 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mata: Eina sem ég get sagt er að ég er mjög ánægður
Mynd: Getty Images
Juan Mata er einn af þeim leikmönnum sem eru að renna út á samningi hjá Manchester United næsta sumar.

Mata mætti á blaðamannafund í gær fyrir leikinn gegn Valencia í Meistaradeildinni. Leikurinn er í kvöld og hefst klukkan 20:00, en United er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit.

United hefur verið í viðræðum við Mata og hann var jákvæður á blaðamannafundinum í gær.

„Það eina sem ég get sagt er að ég er mjög ánægður í Manchester og í Englandi. Ég hef verið á Englandi í nokkur ár og ég er mjög ánægður að vera hjá þessu ótrúlega félagi. Við munum sjá til hvað gerist en ég er mjög ánægður," sagði Mata.

Mata hefur risið upp á mikilvægum augnablikum á þessu tímabili. Hann skoraði meðal annars mikilvæg aukaspyrnumörk gegn Newcastle og Juventus.

Mata hefur verið hjá United frá 2014, en þá kom hann frá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner