Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. apríl 2019 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sport1: United með augastað á Sule - Kostar a.m.k. 50 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt hafa augastað á Niklas Sule, 23 ára miðverði Bayern Munchen.

Ole Gunnar Solskjær ætlar sér að styrkja lið sitt í sumar og segir þýski miðillinn sport1 að United hafi spurst fyrir um Sule.

Marcos Rojo og Eric Bailly eru sagðir á leið burt frá United og kæmi Sule í stað þeirra. Samningur Sule rennur út árið 2022 og segir Sport1 að Bayern vilji fá ríflega 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Sule hefur spilað 36 leiki á leiktíðinni og skorað í þeim eitt mark. Hann spilaði einn leik fyrir þýska landsliðið á HM í fyrra. Sule kom frá Hoffenheim sumarið 2017.
Athugasemdir
banner
banner