Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. apríl 2019 16:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Sheffield Utd kláraði sinn leik - WBA öruggt í umspil
Dramatík í uppbótartíma hjá Derby - Norwich gerði jafntefli
David McGoldrick skoraði tvö mörk fyrir Sheffield United í dag.
David McGoldrick skoraði tvö mörk fyrir Sheffield United í dag.
Mynd: Getty Images
Harry Wilson skoraði tvö mörk fyrir Derby í uppbótartíma.
Harry Wilson skoraði tvö mörk fyrir Derby í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Tíu leikjum var rétt í þessu að ljúka í ensku Championship deildinni. Fyrr í dag vann Aston Villa sinn tíunda sigur þegar liðið vann Millwall 1-0. Klukkan 16:15 hefst leikur Brentford og Leeds sem verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Patrik Snær Gunnarsson er á bekknum hjá Brentford.

Topplið deildarinnar Norwich gerði 2-2 jafntefli gegn Stoke á útivelli. Norwich komst tvisvar sinnum yfir en heimamenn svöruðu í bæði skiptin. Þá tryggði WBA sig inn í umspilið með 0-0 jafntefli gegn Reading.

Í Hull tóku heimamenn á móti Sheffield Utd. Sheffield er í mikilli baráttu við Leeds um annað sætið í deildinni. Sheffield fór þægilega með Hull í dag og var komið í 0-3 í hálfleik. David McGoldrick skoraði tvö marka Sheffield manna.

Rotherham leiddi 1-0 í hálfleik gegn Birmingham. Rotherham var fyrir umferðina þremur stigum á eftir Millwall sem er í fjórða neðsta sæti og síðasta örugga sæti deildarinnar. Birmingham sneri taflinu við í seinni hálfleik og vann 1-3 sigur.

Swansea heldur í smá von um að komast í umspilssæti og liðið vann góðan 0-1 sigur á föllnu liði Ipswich. Wigan bjargaði sér frá falli með 2-0 sigri á Preston sem á nú ekki lengur möguleika á umspilssæti.

Derby vann dramatískan sigur á QPR. Harry Wilson, lánsmaður frá Liverpool, skoraði úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Derby dýrmæt þrjú stig. Sigurinn liftir liðinu upp í sjötta sæti deildarinnar þar sem að Middlesbrough tapaði illa, 3-0 gegn Nottingham Forest.

Bristol City mistókst að komast í sjötta sætið þegar liðið tapaði á útivelli gegn Sheffield Wednesday. Bristol City, Middlesbrough, Sheffield Wednesday og Swansean eiga möguleika á því að ná inn í umspil. Aston Villa er nánast öruggt með sæti sitt þar.

Blackburn 2 - 0 Bolton
1-0 Ben Brereton ('31 )
2-0 Adam Armstrong ('50 )

Derby County 2 - 0 QPR
1-0 Harry Wilson ('90+4) , víti)
2-0 Harry Wilson ('90+11)

Hull City 0 - 3 Sheffield Utd
0-1 David McGoldrick ('10 )
0-2 David McGoldrick ('22 )
0-3 Enda Stevens ('42 )


Ipswich Town 0 - 1 Swansea
0-1 Wayne Routledge ('57 )


Nott. Forest 3 - 0 Middlesbrough
1-0 Joe Lolley ('39 )
2-0 Alexander Milosevic ('64 )
3-0 Joe Lolley ('85 )


Reading 0 - 0 West Brom


Rotherham 1 - 3 Birmingham
1-0 Matt Crooks ('22 )
1-1 Jacques Maghoma ('56 )
1-2 Jota ('63 )
1-3 Kerim Mrabti ('90 )


Sheffield Wed 2 - 0 Bristol City
1-0 Barry Bannan ('17 )
2-0 Lucas Joao ('39 )


Stoke City 2 - 2 Norwich
0-1 Onel Hernandez ('24 )
1-1 Ashley Williams ('47 )
1-2 Teemu Pukki ('66 )
2-2 Thomas Edwards ('69 )


Wigan 2 - 0 Preston NE
1-0 Leon Clarke ('11 )
2-0 Lee Evans ('68 )


Rautt spjald:Ryan Ledson, Preston NE ('35)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 44 30 4 10 86 39 +47 94
2 Leeds 44 27 9 8 80 37 +43 90
3 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
4 Southampton 44 25 9 10 85 61 +24 84
5 West Brom 44 20 12 12 67 44 +23 72
6 Norwich 44 21 9 14 77 61 +16 72
7 Hull City 44 19 12 13 65 56 +9 69
8 Coventry 43 17 12 14 68 55 +13 63
9 Middlesbrough 44 18 9 17 64 60 +4 63
10 Preston NE 44 18 9 17 56 61 -5 63
11 Cardiff City 44 19 5 20 50 61 -11 62
12 Bristol City 44 16 11 17 51 47 +4 59
13 Sunderland 44 16 8 20 52 51 +1 56
14 Swansea 44 15 11 18 57 62 -5 56
15 Watford 44 12 17 15 59 58 +1 53
16 Millwall 44 14 11 19 43 55 -12 53
17 Stoke City 44 13 11 20 44 60 -16 50
18 QPR 44 13 11 20 41 57 -16 50
19 Blackburn 44 13 10 21 58 74 -16 49
20 Plymouth 44 12 12 20 58 69 -11 48
21 Sheff Wed 44 13 8 23 39 68 -29 47
22 Birmingham 44 12 10 22 48 64 -16 46
23 Huddersfield 44 9 17 18 47 74 -27 44
24 Rotherham 44 4 12 28 32 85 -53 24
Athugasemdir
banner
banner