Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. maí 2019 13:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso kvenna: 4. sæti
Þrótti er spáð 4. sæti í Inkasso-deildinni
Þrótti er spáð 4. sæti í Inkasso-deildinni
Mynd: Aðsend
Gabriela er að fara inn í sitt tíunda tímabil með Þrótti
Gabriela er að fara inn í sitt tíunda tímabil með Þrótti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Friðrika Arnardóttir var í láni hjá Gróttu á síðustu leiktíð en verður í markinu hjá uppeldisfélaginu í sumar
Friðrika Arnardóttir var í láni hjá Gróttu á síðustu leiktíð en verður í markinu hjá uppeldisfélaginu í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4. Þróttur
5. Augnablik
6. Fjölnir
7. Tindastóll
8. Afturelding
9. Grindavík
10. ÍR

Lokastaða í fyrra: 4. sæti í Inkasso-deildinni

Þjálfarar: Englendingurinn Nik Chamberlain er á leið inn í sitt þriðja tímabil með Þrótt. Honum til aðstoðar er Egill Atlason.

Styrkleikar: Lið Þróttar er í góðu formi og vel rútinerað. Þróttarar hafa náð sér í öflugan sóknarmann í Lauren Wade og hún á eftir að verða drjúg í sumar. Þjálfarinn er mjög skipulagður og góður leikgreinandi og liðið verður vel undirbúið gegn öllu andstæðingum sínum.

Veikleikar: Það er mikill styrkleikamunur á leikmönnum í byrjunarliðinu og veikleika að finna í vissum leikstöðum á vellinum eftir því hvernig Nik stillir upp. Þróttur hefur misst frá sér flesta af sterkustu leikmönnum síðasta tímabils. Það er engin spurning um að ungu stelpurnar sem fá tækifæri í staðinn eru góðar í fótbolta en hvort þær eru tilbúnar í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar verður að koma í ljós.

Lykilmenn: Lauren Wade, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Gabriela Jónsdóttir

Gaman að fylgjast með: Linda Líf Boama kom til Þróttar frá HK/Víking í haust. Hún er hávaxin og líkamlega sterk og nýtir þá eiginleika sína vel á vellinum, sérstaklega upp við mark andstæðinganna.

Nik þjálfari um spánna og sumarið:

„Spáin kemur ekki á óvart. Við höfum misst Mencotti, markahæsta leikmann deildarinnar í fyrra, og höfum sett saman ungt lið. Meðalaldurinn er um 20-21 ár og við verðum með eitt yngsta lið deildarinnar þannig að það er ekkert óeðlilegt að vera spáð 4. sætinu.“

„Undirbúningstímabilið hefur verið það besta síðan ég tók við liðinu og við viljum halda áfram svona inn í tímabilið. Halda áfram að bæta okkur og þróa okkar unga lið. Við tökum einn leik í einu og sjáum svo til hverju það skilar okkur.“

„Ég reikna með að deildin verði mjög sterk eins og undanfarin ár. Liðin munu öll halda áfram að bæta sig taktískt og tæknilega. Ég held að þetta verði mjög spennandi, eins og sumarið 2017 þar sem nokkur lið gátu farið upp og nokkur niður.“


Komnar:
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir frá HK/Víking
Linda Líf Boama frá HK/Víking
Lauren Wade frá Bandaríkjunum
Olivia Bergau frá Bandaríkjunum
Margrét Sveinsdóttir frá Danmörku

Farnar:
Sierra Lelii í Hauka
Diljá Ólafsdóttir í Hauka
Kori Butterfield til Bandaríkjanna
Gabriela Mencotti til Bandaríkjanna
Sóley María Steinarsdóttir í Breiðablik

Fyrstu leikir Þróttar:
9. maí Þróttur - ÍR
19.maí Haukar - Þróttur
24.maí Þróttur - Tindastóll
Athugasemdir
banner
banner
banner