Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. maí 2019 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór spilaði í tapi gegn toppliðinu - Góður sigur Mjällby
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Smárason var í byrjunarliði Lillestrøm sem tapaði 3-0 gegn Odd í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór er að stíga upp úr meiðslum og var hann að byrja sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Því miður fyrir hann fór leikurinn ekki eins og hann og liðsfélagar hans höfðu vonast eftir.

Lilleström er í 13. sæti deildarinnar með níu stig að níu leikjum loknum. Odd er á toppi deildarinnar með 22 stig.

Dagur Dan Þórhallsson og Oliver Sigurjónsson voru þá báðir ónotaðir varamenn. Dagur sat á bekknum í 3-2 Mjøndalen gegn Rosenborg og Oliver sat allan tímann á bekknum í 1-2 tapi Bodø/Glimt gegn Brann.

Mjøndalen er í 11. með níu stig. Rosenborg er í 12. sæti, einnig með níu stig. Bodø/Glimt er í fjórða sæti. Ef liðið hefði unnið í dag hefði það farið upp í annað sæti.

Mjällby heldur áfram sínu striki
Íslendingalið Mjällby er að gera góða hluti í sænsku B-deildinni eftir að hafa komið upp úr C-deildinni fyrir þessa leiktíð.

Mjällby vann í dag 1-0 útisigur gegn Öster þar sem Gísli Eyjólfsson og Óttar Magnús Karlsson voru báðir í byrjunarliðinu. Óttar spilaði allan leikinn en Gísli var tekinn út af á 72. mínútu.

Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Breiðabliks og Víkings R., stýrir Mjällby sem er öðru sæti deildarinnar. Tvö efstu liðin fara beint upp að tímabilinu loknu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner