Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 20. maí 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kristjáns: Gary Martin gæti byrjað í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur 5. umferðar í Pepsi Max-deildinni fer fram í kvöld þegar FH og Valur mætast á Kaplakrikavelli klukkan 19:15.

FH er í 4. sæti deildarinnar með sjö stig á meðan Valur er með fjögur stig í 9. sæti. Valsmenn geta því jafnað FH-inga að stigum með sigri í kvöld.

FH lagði Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrsta dag maí mánaðar, 2-1 á Origo-vellinum.

Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var spurður að því á fréttamannafundi sem FH-ingar halda í aðdraganda að hverjum einasta leik hjá sér á Facebook síðu sinni hvort hann búist við breyttu liði Vals frá bikarleiknum.

„Það verða örugglega einhverjar breytingar. Það eru meiðsli og annað sem hefur komið upp hjá þeim. Það hefur aðeins gustað á Hlíðarenda. Það eru fáir betri þegar það er smá gustur en Óli Jó. að taka það á kinnina og halda áfram. Hann er ólíkindartól. Hann gæti stillt upp sama byrjunarliði og það gætu orðið einhverjar breytingar. Gary Martin gæti byrjað og Þogrímur (Þráinsson, formaður Vals) í bakverðinum. Maður hefur ekki hugmynd um það. Ég er ekki að fókusera á það. Þeir eru með frábæran hóp og frábæra leikmenn," sagði þjálfari FH, Ólafur Kristjánsson og bætti við að það skipti ekki máli hvernig Valur myndi stilla upp sínu byrjunarliði það yrði alltaf gríðarlega sterkt.

Hægt er að sjá fréttamannafundinn í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner