Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 17. júlí 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
WBA að kaupa Zohore
Slaven Bilic, stjóri WBA, er nálægt því að fá framherjann Kenneth Zohore til félagsins.

Hinn danski Zohore kemur frá Cardiff á átta milljónir punda.

Bilic var ráðinn stjóri WBA í sumar en Zohore verður fyrsti leikmaðurinn sem hann fær til félagsins.

Bilic vildi byrja á að styrkja sóknarleikinn þar sem Jay Rodriguez er farinn til Burnley og Dwight Gayle er farinn aftur til Newcastle eftir að hafa verið á láni. Þá er Salomon Rondon að fara frá WBA til Dalian Yifang í Kína.
Athugasemdir
banner