Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. júlí 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Best í 10. umferð: Er að spila sem framherji í fyrsta skipti
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfyssinga, er leikmaður 10. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna en hún skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Stjörnunni í vikunni.

Lið 10. umferðar - Einn nýliði og margar sem gerðu tilkall

„Mér fannst við líklegar í fyrri hálfleik en færin duttu ekki alveg með okkur, Stjarnan má eiga það þær gáfust ekki upp en voru fljótar að brotna eftir að við skoruðum á þær fyrsta markið og við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik. Markmaðurinn okkar bjargaði okkur vel í seinni hálfleik með góðri vörslu, við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark þá," sagði Hólmfríður við Fótbolta.net.

„Ég var ánægð með minn leik, fyrir utan nokkur atriði sem ég er að reyna bæta mig í. Ég er að spila sem framherji í fyrsta skiptið og ég er alltaf að reyna skoða hvað ég get bætt til að gefa liðinu meira frá mér," sagði Hólmfríður en hún hefur í gegnum tíðina leikið á kantinum.

Selfoss er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar en árangur liðsins kemur Hólmfríði ekki á óvart.

„Nei það hefur ekki komið mér á óvar. Ég kom bara 5 dögum fyrir mót og ég sá strax að þetta lið getur skilað góðum árangri miðað við æfingarnar sem þjálfaranir leggja upp þá kemur þetta mér ekki á óvart."

„Í heild þá er ég mjög ánægð með liðið, við erum búin að taka framförum í hverjum leik. Leikmenn sem eru á bekknum og utan hóps það eru allir on, ég hef sjaldan upplifað svona samheldni og liðsheild í einu liði."


Ákvað að njóta þess að vera í fæðingarorlofi
Hólmfríður sneri aftur á fótboltavöllinn í vor eftir barneignaleyfi og hefur leikið vel í sumar.

„Líkaminn á mér er bara í góðu standi miðað við að ég tók ekki þátt í undirbúningstímabili. Ég ákvað bara njóta þess að vera í fæðingarorlofi í níu mánuði, Kannski var þetta bara kærkomin hvíld fyrir mig fyrir hausinn og líkamann. Til þess að 0 stilla mig eftir það sem hef þurft að ganga í gegnum síðustu ár á ferlinum. Oft er hvíldin mikilvægari en að keyra sig endalaust út."

„Mér finnst bara geggjað hversu fljótt ég hef komist inn í allt hérna á Selfossi, það spilar mikið inn í hversu sterk liðsheildin, þjálfarateymið og allir sem vinna í kringum liðið láta mér liða vel og það endurspeglast á vellinum. En það hjálpar mér kannski líka ég hef t.d spilað í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum og ég hef alltaf verið fljót að aðlagast nýju umhverfi."

Hólmfríður á langan feril að baki og hún er ánægð með Pepsi Max-deildina í sumar. „Mér finnst deildin mjög jöfn allir geta unnið alla, nema Breiðablik og Valur eru búin að stinga af og hafa verið mest stabíl enda bæði lið með frábæra leikmenn í hverri stöðu,"

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 9. umferð - Sandra Mayor (Þór/KA)
Best í 7. umferð - Natasha Anasi (Keflavík)
Best í 6. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 5. umferð - Cloe Lacasse (ÍBV)
Best í 4. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 3. umferð - Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Best í 2. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Best í 1. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner