Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. ágúst 2019 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Við ætlum að reyna að vinna þá alla
Mynd: Getty Images
„Ég er ekkert nema stoltur af liðinu og frammistöðunni," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir tap gegn Liverpool í vítaspyrnukeppni í kvöld.

Liverpool, sigurvegarar Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, og Chelsea, sigurvegarar Evrópudeildarinnar, mættust í leiknum um Ofurbikar Evrópu.

Leikar enduðu 2-2 og það var Liverpool sem hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.

„Þetta var erfiður leikur gegn góðu Liverpool-liði sem hafði meiri tíma til að jafna sig eftir helgina. Stundum snýst fótboltinn um heppni."

„Mason Mount og Tammy Abraham komu með aðra vídd í okkar leik og við vorum óheppnir að skora ekki. Tammy þarf að komast yfir þetta vegna þess að þetta er hluti af því að vera leikmaður á þessu stigi," sagði Lampard en Abraham var sá eini sem klikkaði á vítapunktinum í vítaspyrnukeppninni.

„Við erum með frábæra leikmenn, mjög góðan hóp. Ég er að reyna að koma því á framfæri hvernig ég vil spila. Það var margt mjög flott í kvöld."

„Við eigum þrjá leiki þangað til það er landsleikjahlé og við ætlum að reyna að vinna þá alla."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner