Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 10. september 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jean Michael Seri ætlar í mál við OGC Nice
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Jean Michael Seri ætlar að höfða mál gegn OGC Nice og vill fá tæpa eina milljón evra í skaðabætur.

Seri var seldur frá Nice til Fulham sumarið 2018 fyrir 12 milljónir evra. Sama dag var varnarmaðurinn Maxime Le Marchand seldur sömu leið fyrir sömu upphæð.

Í samningi Seri var ákvæði sem veitti honum prósentu af kaupverðinu, en hann er óhress með kaupverðið sjálft. Lögfræðingur hans segir augljóst að Seri hafi verið seldur fyrir 18 milljónir og Le Marchand 6 milljónir en upphæðunum breytt svo Seri fengi lægri bónus.

„Þetta er allt mjög dónalegt og óviðeigandi. Þetta er mjög einfalt mál, allir aðilar samþykktu kaupverðið á sínum tíma og ég skil ekki hvers vegna þeir eru að tala um þetta núna," sagði Julien Fournier, yfirmaður íþróttamála hjá Nice.

Seri féll með Fulham í vor og var lánaður til Galatasaray í sumar.
Athugasemdir
banner