Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 10. september 2019 12:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Andorra tók næstum stig gegn Tyrkjum - „Fyndna við fótboltann"
Albanía - Ísland í kvöld klukkan 18:45
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í riðli Íslands í undankeppni EM 2020 eru þrjú lið jöfn í efstu þremur sætunum með 12 stig, fjóra sigra úr fimm leikjum. Liðin eru: Frakkland, Tyrkland og Ísland.

Tyrkland var ótrúlega nálægt því að misstíga sig gegn Andorra, sem er í 136. sæti á heimslista FIFA. Tyrkland vann 1-0 og kom sigurmarkið á 89. mínútu.

Fréttamaður Fótbolta.net spurður Aron Einar að því á blaðamannafundinum í gær hvort það hefði ekki verið svekkjandi að horfa upp á það.

„Þetta er það fyndna við fótboltann í dag, það getur allt gerst. Við vorum ekki að horfa á leikinn, en auðvitað sér maður úrslitin eftir leik. Þeir voru nálægt því að ná í stig og það sýnir bara það að fótboltinn er að verða jafnari þó litlu þjóðirnar séu að keppa við stærri þjóðir. Það er það magnaða við fótboltann í dag."

„Svekkjandi og ekki svekkjandi. Við erum náttúrulega bara að einbeita okkur að okkur. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun (í dag). Við getum bara einblínt á það, við getum ekki haft nein áhrif á eitthvað annað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner