Enski landsliðsmaðurinn Marc Guehi er á leið til Manchester City frá Crystal Palace fyrir 20 milljónir punda. Samningur leikmannsins rennur út í sumar en City lagði fram tilboð eftir meiðsli varnarmanna liðsins, Josko Gvardiol og Ruben Dias.
Guehi var hársbreidd frá því að ganga til liðs við Liverpool á lokadegi sumargluggans en Crystal Palace lokaði á viðræðurnar fyrst þeir höfðu ekki fundið arftaka fyrir varnarmanninn.
Stuðningsmenn Liverpool hafa látið í sér heyra á samfélagsmiðlum og finnst furðulegt að félagið hafi ekki reynt aftur við varnarmanninn nú í janúar. Breska ríkisútvarpið óskaði eftir athugasemdum frá stuðningsmönnum Liverpool sem svöruðu um hæl og létu vel í sér heyra.
Guehi var hársbreidd frá því að ganga til liðs við Liverpool á lokadegi sumargluggans en Crystal Palace lokaði á viðræðurnar fyrst þeir höfðu ekki fundið arftaka fyrir varnarmanninn.
Stuðningsmenn Liverpool hafa látið í sér heyra á samfélagsmiðlum og finnst furðulegt að félagið hafi ekki reynt aftur við varnarmanninn nú í janúar. Breska ríkisútvarpið óskaði eftir athugasemdum frá stuðningsmönnum Liverpool sem svöruðu um hæl og létu vel í sér heyra.
„Algjörlega rökrétt. Ekki borga 20 milljónir punda, heldur borgum frekar 80 milljónir punda í lok tímabilsins fyrir einhvern sem er ekki jafn góður eða reynslumikill.“
„City náði að kaupa Guehi og Semenyo fyrir samtals 85 milljónir punda, á meðan við eyddum 125 milljónum punda í Isak. Niðurdrepandi.“
„Ráðningarteymið á skilið að vera tekið til alvarlegrar skoðunar eftir þetta. Það er erfitt að kyngja því að sjá Semenyo og Guehi fara til City fyrir brot af markaðsvirði þeirra. Það er óafsakanlegt að missa af svona gæðum á þessu verði.“
„Hvað er í gangi hjá þessu liði mínu? Er einhver stefna til staðar? Leikmannahópurinn, þrátt fyrir 500 milljón punda fjárfestingar í sumar, er ennþá slakur og varnarlega brothættur.“
„Fyrst Guehi er ekki að koma þurfum við að leggja áherslu á að sækja annan varnarmann núna í janúarglugganum.“
Athugasemdir




