Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 16:30
Kári Snorrason
City borgar 20 milljónir punda fyrir Guehi
Guehi er að ganga til liðs við Manchester City.
Guehi er að ganga til liðs við Manchester City.
Mynd: EPA
Manchester City mun koma til að borga Crystal Palace 20 milljónir punda fyrir enska miðvörðinn Marc Guehi.

Líkt og greint var frá fyrr í dag eru félögin búin að semja saman en samningur leikmannsins rennur út í sumar. Búist er við að leikmaðurinn verði tilkynntur sem leikmaður liðsins á næstu klukkustundum.

City lagði fram tilboð eftir meiðsli varnarmanna liðsins, Josko Gvardiol og Ruben Dias.

Guehi var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar en Crystal Palace hætti við á síðustu stundu þar sem ekki tókst að finna leikmann í staðinn fyrir hann.

Guehi er 25 ára gamall og er talinn einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar. Hann á að baki 26 landsleiki fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner