Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mestu vonbrigði lífs míns"
Mynd: EPA
Dro Fernandez, 18 ára gamall leikmaður Barcelona, ætlar að yfirgefa félagið í janúar.

Hann tjáði Hansi Flick í dag að hann vilji fara en spænskir fjölmiðlar greina frá því að Flick hafi sagt að þetta væru „mestu vonbrigði lífs míns."

Fernandez hefur komið við sögu í fimm leikjum á tímabilinu en Flick hefur tekið þá ákvörðun að hann muni ekki æfa með aðalliðinu þangað til hann finnur sér nýtt félag til að koma í veg fyrir meiðsli.

Fernandez fagnaði 18 ára afmæli sínu 12. janúar, daginn eftir að Barcelona vann Real Madrid í úrslitum spænska Ofurbikarsins.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner