Albert Guðmundsson og félagar ítalska liðinu Fiorentina munu mæta Jagiellonia frá Póllandi í umspili Sambandsdeildarinnar en dregið var í Nyon í dag.
Í umspilinu spila liðin sem enduðu í sætum 9-24 í Sambandsdeildinni og þau berjast um sæti í 16-liða úrslitum.
Gísli Gottskálk Þórðarson og félagar í pólska liðinu Lech Poznan mæta KuPS Kuopio frá Finnlandi og Logi Tómasson og félagar í tyrkneska liðinu Samsunspor leika gegn Shkendija frá Norður-Makedóníu.
Leikið er heima og að heiman í umspilinu; 18./19. febrúar og seinni leikirnir 25./26. febrúar.
Í umspilinu spila liðin sem enduðu í sætum 9-24 í Sambandsdeildinni og þau berjast um sæti í 16-liða úrslitum.
Gísli Gottskálk Þórðarson og félagar í pólska liðinu Lech Poznan mæta KuPS Kuopio frá Finnlandi og Logi Tómasson og félagar í tyrkneska liðinu Samsunspor leika gegn Shkendija frá Norður-Makedóníu.
Leikið er heima og að heiman í umspilinu; 18./19. febrúar og seinni leikirnir 25./26. febrúar.
Umspilið:
KuPS Kuopio - Lech Poznan
Noah - AZ Alkmaar
Zrinjski Mostar - Crystal Palace
Jagiellonia - Fiorentina
Shkendija - Samsunspor
Drita - Celje
Sigma Olomouc - Lausanne-Sport
Omonoia - Rijeka
Athugasemdir



