Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
banner
   mið 14. janúar 2026 19:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin: Sadio Mane hetjan gegn Egyptum - Senegal í úrslit
Mynd: EPA
Senegal 1 - 0 Egyptaland
1-0 Sadio Mane ('78 )

Sadio Mane og Mohamed Salah, fyrrum liðsfélagar hjá Liverpool, áttust við í undanúrslitum Afríkukeppninnar þegar Senegal og Egyptaland mættust.

Senegal var meira með boltann í fyrri hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skapa sér neitt og staðan var markalaus í hálfleik.

Mane var hetja Senegal þegar hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn þegar 12 mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Nígería og heimamenn í Marokkó mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner