Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
banner
   fim 15. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hildur Björk framlengir við Gróttu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hildur Björk Búadóttir hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Gróttu. Hildur gekk til liðs við Gróttu frá AZ fyrir tímabilið 2024 en hún hefur einnig leikið með Val og HK hér á landi.

Fréttatilkynning Gróttu
Hildur Björk framlengir ????????
Hildur Björk Búadóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu um eitt ár og mun því klæðast bláu treyjunni út tímabilið 2027 hið minnsta. Hildur gekk til liðs við Gróttu fyrir tímabilið 2024 frá hollenska félaginu AZ en áður hafði hún leikið með Val og HK á láni. Frá fyrsta degi hefur hún verið lykilmanneskja hjá Gróttu. Hildur, sem verður 22 ára á árinu, spilar sem vinstri bakvörður, er afar vinnusöm og fyrirmyndar íþróttakona innan vallar sem utan. Eftir síðustu leiktíð var hún valin í lið ársins hjá vefnum Fótbolta.net.
Magnús Örn Helgason yfirmaður knattspyrnumála:
„Það er stefna okkar í Gróttu að byggja meistaraflokkana á heimafólki. En við vanmetum þó ekki þá frábæru einstaklinga sem koma annars staðar frá og verða að sönnum Gróttu-konum og mönnum á stuttum tíma. Hildur er slíkur leikmaður - hún er dýrmætur hlekkur í okkar frábæra kvennaliði og það eru gleðitíðindi að hún spili með Gróttu næstu árin.”
Hildur Björk segir Gróttu huga vel að kvennaknattspyrnunni:
„Mér hefur liðið ótrúlega vel í Gróttu frá fyrsta degi og fólkið í kringum félagið er stór ástæða þess hversu frábært það er að vera partur af þessu liði. Ég er gríðarlega spennt fyrir komandi tímabili og ánægð með þau skref sem Grótta er að taka til framtíðar.”
Myndir: Anton Brink og Eyjólfur Garðarsson ????
Athugasemdir
banner
banner