Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason skoraði tvennu þegar FC Kaupmannahöfn gerði 4-4 jafntefli gegn Strum Graz í æfingaleik í dag.
Liðin spiluðu 120 mínútur en staðan var 4-2 þegar Viktor var tekinn af velli eftir 90 mínútur. Næsti leikur FCK er gegn Napoli á heimavelli í Meistaradeildinni 20. janúar. Danska deildin hefst aftur þann 2. febrúar eftir vetrarfrí.
Liðin spiluðu 120 mínútur en staðan var 4-2 þegar Viktor var tekinn af velli eftir 90 mínútur. Næsti leikur FCK er gegn Napoli á heimavelli í Meistaradeildinni 20. janúar. Danska deildin hefst aftur þann 2. febrúar eftir vetrarfrí.
Hörður Björgvin Magnússon skoraði sitt fyrsta mark fyrir Levadiakos þegar liðið vann Kifisia 2-0 í 8-liða úrslitum gríska bikarsins. Hann skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu og átti þátt í seinna markinu.
Logi Tómasson spilaði 73 mínútur þegar Samsunspor vann 6-2 stórsigur gegn 3. deildarliði Aliaga í tyrkneska bikarnum.
Óttar Magnús Karlsson spilaði 53 mínútur þegar Renate gerði 1-1 jafntefli gegn Latina í undanúrslitum ítalska neðri deildabikarsins. Þetta var fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram þann 28. janúar á útivelli.
Athugasemdir

