Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Naumur sigur hjá Inter
Mynd: EPA
Inter 1 - 0 Lecce
1-0 Pio Esposito ('78 )

Topplið Inter fékk Lecce, sem er í fallbaráttu, í heimsókn í ítölsku deildinni.

Inter var með yfirhöndina í fyrri hálfleik en staðan var markalaus. Inter setti í annan gír í seinni hálfleik og það skilaði sér loksins.

Lautaro Martinez komst í góða stöðu en Wladimiro Falcone, markvörður Lecce, varði boltann út í teiginn. Francesco Pio Esposito var fyrstur á boltann og skoraði eina mark leiksins.

Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður í öðrum leiknum í röð hjá Lecce sem er án stiga í fjórum leikjum í röð. Inter er á toppnum með 46 stig, sex stigum á undan Milan og Napoli. Lecce er í 17. sæti með 17 stig, þremur stigum frá fallsæti.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner