Jamal Musiala gæti snúið aftur til leiks með Bayern München annað kvöld eftir um hálfs árs fjarveru.
Musiala fótbrotnaði og fór úr ökklalið í leik Bayern gegn Paris Saint-Germain á HM félagsliða í upphafi júlímánaðar á síðasta ári.
Vincent Kompany, stjóri Bayern, sagði á blaðamannafundi í dag að möguleiki væri á því að Musiala kæmi við sögu í leik þýskalandsmeistaranna gegn RB Leipzig á morgun.
„Ef allt gengur vel í dag er áætlunin að hann verði með. Jamal er auðvitað mjög jákvæður og sér ljósið í enda ganganna. Þá virðast jafnvel litlu hlutirnir frábærir,“ sagði stjórinn.
Musiala byrjaði að æfa með liðinu um miðjan desember en hefur ekki verið í leikmannahóp liðsins frá því á síðasta tímabili.
Musiala fótbrotnaði og fór úr ökklalið í leik Bayern gegn Paris Saint-Germain á HM félagsliða í upphafi júlímánaðar á síðasta ári.
Vincent Kompany, stjóri Bayern, sagði á blaðamannafundi í dag að möguleiki væri á því að Musiala kæmi við sögu í leik þýskalandsmeistaranna gegn RB Leipzig á morgun.
„Ef allt gengur vel í dag er áætlunin að hann verði með. Jamal er auðvitað mjög jákvæður og sér ljósið í enda ganganna. Þá virðast jafnvel litlu hlutirnir frábærir,“ sagði stjórinn.
Musiala byrjaði að æfa með liðinu um miðjan desember en hefur ekki verið í leikmannahóp liðsins frá því á síðasta tímabili.
Athugasemdir





