Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Real Madrid tapaði gegn B-deildarliði í bikarnum
Mynd: EPA
Real Madrid er úr leik í spænska Konungsbikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Albacete í 16-liða úrslitum í kvöld.

Alvaro Arbeloa stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að hafa tekið við af Xabi Alonso sem hætti eftir tap liðsins gegn Barcelona í úrslitum Ofurbikarsins.

Liðið var án margra sterkra leikmanna í kvöld. Albacete komst yfir en Argentínumaðurinn ungi Franco Mastantuono jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Jefte Betancor kom Albacete aftur yfir en Gonzalo Garcia jafnaði metin aftur fyriri Real Madrid undir lokin. Betancor tryggði Albacete dramatískan sigur í blálokin.

Alaves vann efstu deildarslag gegn Rayo Vallecano og Betis vann Elche einnig í efstu deildarslag.

Alaves 2 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Toni Martinez ('49 )
2-0 Carlos Vicente ('89 )
Rautt spjald: Isi Palazon, Rayo Vallecano ('69)

Albacete 3 - 2 Real Madrid
1-0 Javi Villar ('42 )
1-1 Franco Mastantuono ('45 )
2-1 Jefte Betancor ('82 )
2-2 Gonzalo Garcia ('90 )
3-2 Jefte Betancor ('90 )

Betis 2 - 1 Elche
0-1 Leo Petrot ('58 )
1-1 Ezequiel Avila ('68 )
2-1 Ezequiel Avila ('80 )

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner
banner