Orri Fannar Þórisson og Davíð Guðrúnarson eru hættir sem þjálfarar KV í 3. deildinni.
Orri Fannar, fæddur 1996, er sagður vera að taka við nýju starfi í atvinnulífinu og hafi því ekki lengur tíma til að koma að þjálfun hjá KV.
Davíð, fæddur 1990, hættir hjá KV til að leggja meiri einbeitingu á störf sín innan herbúða KR. Davíð er goðsögn hjá KV eftir að hafa hjálpað liðinu að komast upp í næstefstu deild sumarið 2013.
„Við þökkum okkar mönnum kærlega fyrir samstarfið og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni," segir meðal annars í tilkynningu frá KV.
KV endaði um miðja 3. deild með 28 stig úr 22 umferðum í fyrra.
Athugasemdir


