Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Toney með svakalega dramatískt sigurmark
Mynd: EPA
Ivan Toney var hertja Al-Ahli í 2-1 sigri gegn Al-Taawon í sádi arabísku deildinni í kvöld.

Hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar 14 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Al-Ahli jafnaði Al-Taawon að stigum með sigrinum, liðin eru með 31 stig ásamt Al-Nassr í 2. - 4. sæti. Al-Hilal er á toppnum með 38 stig.

Yannick Carrasco skoraði tvennu og lagði upp eitt í 3-2 sigrii Al-Shabab gegn Neom. Alexandre Lacazette lagði upp og Said Benrahma skoraði fyrir Neom.

Mateo Retegui skoraði síðasata mark Al-Qadsiah í 5-0 sigri á Al-Fayha. Chris Smalling var í vörn Al-Fayha. Al-Shabab stökk upp úr fallsæti en liðið er í 14. sæti með 11 stig eftir 14 umferðir, Neom er í 9. sæti með 20 stig, Al-Qadsiah er í 5. sæti með 30 stig og Al-Fayha er í 12. sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner