Heimild: Bold
FC Kaupmannahöfn er í æfingabúðum á Spáni og hefur verið að gera tilraunir með að spila tveimur stórum sóknarmönnum saman í fremstu víglínu; Viktori Bjarka Daðasyni og Andreas Cornelius.
Íslendingurinn er 17 ára gamall og hefur slegið í gegn með FCK á tímabilinu. Hann skoraði tvö mörk í 4-4 jafntefli í æfingaleik gegn austurríska liðinu Sturm Graz í gær. Mörkin má sjá hér að neðan.
Íslendingurinn er 17 ára gamall og hefur slegið í gegn með FCK á tímabilinu. Hann skoraði tvö mörk í 4-4 jafntefli í æfingaleik gegn austurríska liðinu Sturm Graz í gær. Mörkin má sjá hér að neðan.
14.01.2026 18:00
Hörður Björgvin opnaði markareikninginn í bikarsigri - Viktor Bjarki skoraði tvennu
„Mér fannst samvinna okkar virka mjög vel því við getum báðir verið hreyfanlegir. Við verðum ekki oft staðir," segir Cornelius sem er 32 ára og á 44 landsleiki fyrir Danmörku.
„Það getur verið öflugt vopn að spila okkur saman og við getum búið til vandræði fyrir andstæðinga okkar. Við höfum verið í brasi að skapa færi gegn afturliggjandi liðum og við höfum of lítið ógnað úr skyndisóknum. Þetta gæti verið lausn við því."
FC Kaupmannahöfn er að búa sig undir að mæta Ítalíumeisturum Napoli í Meistaradeildinni í næstu viku. Viktor hefur skorað tvö mörk í Meistaradeildinni í vetur.
Athugasemdir



