Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 11:30
Kári Snorrason
Van Nistelrooy aðstoðar Koeman á HM (Staðfest)
Ruud van Nistelrooy tekur við starfinu í þriðja sinn.
Ruud van Nistelrooy tekur við starfinu í þriðja sinn.
Mynd: EPA
Ruud van Nistelrooy hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari Holland og verður hægri hönd Ronald Koeman á komandi HM sem fer fram í sumar.

Þetta er í þriðja sinn sem Nistelrooy tekur við starfi aðstoðarþjálfara landsliðsins, en hann gegndi því hlutverki einnig á árunum 2014 til 2015 og á Evrópumótinu árið 2021.

Nistelrooy tekur til starfa með landsliðinu 1. febrúar en hann hefur verið á lausu frá því að hann var látinn fara frá Leicester síðasta sumar.

Þá var hann orðaður við mögulega endurkomu til Manchester United eftir að Ruben Amorim var látinn fara í upphafi árs en hreppti ekki starfið.

Holland er í riðli með Japan og Túnis og sigurvegurunum úr Evrópuumspili B.


Athugasemdir