Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
banner
   fim 15. janúar 2026 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sölvi Stefánsson (AGF)
Sölvi Stefánsson.
Sölvi Stefánsson.
Mynd: AGF
Tómas Johannessen, leikmaður AZ Alkmaar.
Tómas Johannessen, leikmaður AZ Alkmaar.
Mynd: AZ
Davíð Helgi Aronsson lék á láni með Njarðvík frá Víkingi síðasta sumar.
Davíð Helgi Aronsson lék á láni með Njarðvík frá Víkingi síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breki fær að elda.
Breki fær að elda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sá efnilegasti boðinn í mat.
Sá efnilegasti boðinn í mat.
Mynd: EPA
Eysteinn Ernir, frábær í klefanum.
Eysteinn Ernir, frábær í klefanum.
Mynd: Selfoss
Innkoman gegn ÍBV svo góð að Þorri er búinn að semja í Eyjum.
Innkoman gegn ÍBV svo góð að Þorri er búinn að semja í Eyjum.
Mynd: ÍBV
Sölvi í leik með U19 hjá AGF.
Sölvi í leik með U19 hjá AGF.
Mynd: AGF
Sölvi Stefánsson er efnilegur miðvörður sem fór frá Víkingi til danska félagsins AGF sumarið 2023.

Hann er unglingalandsliðsmaður sem lék einn keppnisleik með Víkingi áður en hann hélt út. Hann á að baki 24 leiki fyrir yngri landsliðin og hefur í þeim skorað eitt mark.

Hann varð fyrir því óláni að slíta krossband síðasta sumar en endurhæfingin gengur vel. Hann stefnir á að vera byrjaður að spila aftur um mitt sumar.

Í dag sýnir Sölvi á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sölvi Stefánsson

Gælunafn: Ekkert ákveðið gælunafn en er stundum kallaður Sully í landsliðinu. Annars bara Sölvi.

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Fyrsti meistaraflokksleikurinn sem ég spilaði var leikur í Bose mótinu gegn Stjörnunni í desember 2022. Minnisstæðast úr þessum leik er líklega innkoma Þorra Heiðars Bergmanns núverandi leikmanns ÍBV af bekknum, hann var rosalegur eftir að hann kom inná.

Uppáhalds drykkur: Íslenskt vatn

Uppáhalds matsölustaður: Maika'i og Sunset Boulevard hér í DK

Uppáhalds tölvuleikur: Fifa og prime Fortnite

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Suits

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir

Uppáhalds hlaðvarp: Doc

Uppáhalds samfélagsmiðill: X-ið

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Erfitt að gera upp á milli Hjörvars Hafliða og Sóla Hólm

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Torsdag går du og jeg ud og laver teknisk løb og bevægelse i multidirektionelle planer." skilaboð frá Anders sjúkraþjálfara AGF.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei að segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mikel Gogorza leikmaður FC Midtjylland. Ég spilaði á móti honum með AGF í U19 deildinni og með U19-landsliðinu, fáránlega góður í báðum leikjum.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þrír koma upp í hugann. Raggi Sig hefur verið frábær mentor fyrir mig hjá AGF þó hann hafi aldrei þjálfað mig beint því hann er þjálfari U17 liðsins. Sölvi Geir kenndi mér og hjálpaði mér mikið þegar ég var að koma upp í meistaraflokk Víkings. Síðast en ekki síst er það Aron Baldvin Þórðarson en hann þjálfaði mig upp nánast alla yngri flokka Víkings. Frábært fyrir Víking að hafa hann enn í sínum röðum.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tómas Johannessen var oft mjög óþolandi mótherji í bæði fótbolta og handbolta. Við urðum síðan herbergisfélagar í U16 og U17. Þar kynntist ég honum betur og áttaði mig á hversu mikill toppmaður hann er.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Gylfi Sigurðsson

Sætasti sigurinn: Úrslitaleikur Gothia Cup 2022 á móti Stjörnunni á Gamla Ullevi leikvanginum. Við unnum 5-4 í vító sem var mjög sætt.

Mestu vonbrigðin: Að meiðast illa síðasta sumar. Það hefur þó á móti styrkt mig á mörgum öðrum sviðum.

Uppáhalds lið í enska: Tottenham

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi velja Davíð Helga Aronsson leikmann Víkings. Frábært hafsentapar yrði þar á ferð ef við fengjum að spila saman.

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Viktor Bjarki Daðason

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Haraldur Ágúst Brynjarsson, leikmaður Víkings

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi:

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi og Ronaldo, er ekki endilega svo heitur í því hvor sé betri, þeir mega deilu þessu félagarnir.

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Mér finnst að sóknarmenn eigi að fá að njóta vafans ef við erum að tala um millimetra rangstöðu.

Uppáhalds staður á Íslandi: Fossvogurinn.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Skoraði mjög skrautlegt en stórglæsilegt sjálfsmark í U19 landsleik gegn Írlandi í undankeppni EM. Mæli með að fólk tékki á því ef það vill hlæja aðeins.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Þarf alltaf að reima skóna mína eins fast og hægt er.

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist alltaf með handboltanum í janúar, annars engu öðru af viti.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo og Nike Mercurial.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Alltaf verið frekar slakur í líffræði. Ákveðnum lágpunkti var náð í munnlegu prófi í líffræði á dönsku þegar ég stundaði nám við Viby Gymnasium. Ég komst einhvern veginn út úr því lifandi og stóðst prófið.

Vandræðalegasta augnablik: Alltaf vel vandræðalegt að þurfa taka lagið ef maður tapar í klappleiknum í landsliðsferðum.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Myndi bjóða Breka Baldurssyni, Davíð Helga Aronssyni og Viktori Bjarka Daðasyni til mín í mat af því að þetta eru allt toppmenn. Svo gæti Breki tekið eldamennskuna að sér af því hann er svo flinkur í því strákurinn.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Eysteinn Ernir leikmaður Selfoss. Kynntist honum í yngri landsliðunum og vonaðist alltaf að hann yrði valinn í hvert einasta verkefni út af því sem hann gaf hópnum. Algjör stemningsmaður.

Hvern í liðinu þínu myndir þú velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Hér myndi ég velja minn mann Ísak Jón Sandholt fyrrverandi liðsfélaga minn úr Víking, einn af okkar efnilegustu handboltamönnum og senda hann í Love Island. Það segir allt sem segja þarf.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var mjög flinkur í handbolta á sínum tíma. Er partur af þessum fræga 2007 árgangi í Víkingi sem vann þrjá Íslandsmeistaratitla í röð en hættu svo allir í handbolta eftir þann þriðja og einbeittu sér að fótboltanum.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Jón Sölvi Símonarson samherji minn í landsliðinu. Kom mér á óvart hversu mikill meistari hann er og góð manneskja.

Hverju laugstu síðast: Laug að Styrmi Bergi vini mínum að ég kæmi í Playstation eftir 10 mín.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja þann sem rak kónginn Ange Postecoglou af hverju hann leyfði season three ekki að verða að veruleika
Athugasemdir
banner