Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 15:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ægir að fá Alfredo frá grönnunum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ægir er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að fá Alfredo Ivan Arguello Sanabria í sínar raðir frá grönnum sínum í Selfossi.

Alfredo, sem fæddur er 1999, lék með sameiginlegu liði Selfoss, Hamars og Ægis í ygnri flokum áður en hann fór í Fylki og hóf meistaraflokksferilinn með Elliða í Árbænum. Hann lék með Árborg, Stokkseyri, Hamri og Árbæ áður en kallið kom frá Selfossi fyrir tímabilið 2024.

Hann hjálpaði Selfossi að vinna 2. deild og Fótbolti.net bikarinn 2024 og lék svo 17 leiki með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Alfredo er sóknarsinnaður hægri bakvörður sem getur einnig spilað á báðum köntum.

Ægir vann 2. deild á síðasta tímabili og hefur fengið þrjá nýja leikmenn í vetur.

Komnir
Markús Máni Jónsson frá Víði
Kristinn Ásgeir Þorbergsson frá Árborg
Nikola Kristinn Stojanovic frá Dalvík/Reyni

Farnir
Ivan Rodrigo Moran Blanco til Gíbraltar
Aron Fannar Hreinsson í Fjölni
Bilal Kamal
Jón Jökull Þráinsson
Elvar Orri Sigurbjörnsson í Selfoss (var á láni)
Guðmundur Stefánsson í Selfoss (var á láni)

Samningslausir
Dimitrije Cokic
Kristján Daði Runólfsson
Athugasemdir