Í gær var fjallað um það hér á Fótbolti.net að félög í Bestu deild kvenna væru áhyggjur vegna breytinga hjá Útlendingastofnun. Ekki er lengur hægt að greiða fyrir flýtimeðferð umsókna fyrir dvalarleyfi fyrir einstaklinga utan EES og fengust þau svör að það gæti tekið allt að sex mánuði að fá vinna úr umsóknum.
Það hefur mikil áhrif á hvaða leikmenn félög geta fengið í sínar raðir. Fótbolti.net birti í gær tölvupóst sem meistaraflokksráð kvenna hjá FH sendi á aðstoðarmann dómsmálaráðherra og er hægt að lesa hann í hlekknum hér að neðan.
Það hefur mikil áhrif á hvaða leikmenn félög geta fengið í sínar raðir. Fótbolti.net birti í gær tölvupóst sem meistaraflokksráð kvenna hjá FH sendi á aðstoðarmann dómsmálaráðherra og er hægt að lesa hann í hlekknum hér að neðan.
Fótbolti.net hafði samband við framkvæmdastjóra KSÍ, Eystein Pétur Lárusson, og hann var spurður út í málið.
„Já, þetta er áhyggjuefni og við erum að skoða þetta fyrir okkar aðildarfélög. Okkur hér innandyra var ekki kunnugt um þessa breytingu fyrr en snemma í gær og höfum við verið í samstarfi við KKÍ (Körfuknattleikssambandið) að reyna að fá upplýsingar. Við áttum samtöl í gær, m.a. við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og óskuðum eftir fundi með Útlendingastofnun og munum funda með henni í byrjun næstu viku," segir Eysteinn.
Athugasemdir



