Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 21:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Bayern með endurkomusigur gegn Köln - Ísak kom inn á
Mynd: EPA
Bayern er áfram með ellefu stiga forystu í þýsku deildinni eft endurkomusigur gegn Köln í kvöld.

Linton Maina kom Köln yfir þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks en Serge Gnabry jafnaði metin í uppbótatíma hálfleiksins. Bayern fékk hornspyrnu á 70 mínútu, það kom fyrirgjöf á fjærstöngina, Hiroki Ito skallaði boltann fyrir markið á Kim sem skallaði boltann í netið af stuttu færi.

Hinn 17 ára gamli Lennart Karl innsiglaði sigur Bayern eftir sendingu frá Luis Diaz. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á hjá Köln þegar skammt var til loka leiksins.

Bayern er á toppnum með 47 stig, 11 stigum á undan Dortmund. Köln er í 12. sæti með 17 stig.

Leipzig er í 3. sæti með 32 stig eftir sigur gegn Freiburg sem er sex stigum frá Evrópusæti. Cole Campbell, lánsmaður frá Dortmund, var ekki með Hoffenheim, vegna meiðsla, þegar liðið rúllaði yfir Gladbach. Hoffenheim er í 5. sæti með 30 stig en Gladbach í 10. sæti með 19 stig.

Þá skoraði Christian Eriksen í sigri Wolfsburg gegn St. Pauli. Wolfsburg er í 11. sæti með 18 stig en St. Pauli er í 17. sæti með 12 stig.
'
Koln 1 - 3 Bayern
1-0 Linton Maina ('41 )
1-1 Serge Gnabry ('45 )
1-2 Min-Jae Kim ('71 )
1-3 Lennart Karl ('84 )

Wolfsburg 2 - 1 St. Pauli
1-0 Christian Eriksen ('25 , víti)
1-1 Eric Smith ('40 )
2-1 Dzenan Pejcinovic ('88 )

RB Leipzig 2 - 0 Freiburg
1-0 Willi Orban ('53 )
2-0 Romulo ('56 )

Hoffenheim 5 - 1 Borussia M.
1-0 Andrej Kramaric ('22 , víti)
2-0 Tim Lemperle ('24 )
3-0 Andrej Kramaric ('45 )
4-0 Andrej Kramaric ('45 )
4-1 Shuto Machino ('69 )
5-1 Max Moerstedt ('77 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 17 15 2 0 66 13 +53 47
2 Dortmund 17 10 6 1 32 15 +17 36
3 RB Leipzig 16 10 2 4 32 19 +13 32
4 Stuttgart 17 10 2 5 32 25 +7 32
5 Hoffenheim 16 9 3 4 34 21 +13 30
6 Leverkusen 16 9 2 5 34 24 +10 29
7 Eintracht Frankfurt 17 7 5 5 35 36 -1 26
8 Freiburg 17 6 5 6 27 29 -2 23
9 Union Berlin 16 6 4 6 22 25 -3 22
10 Gladbach 17 5 4 8 23 29 -6 19
11 Wolfsburg 17 5 3 9 26 37 -11 18
12 Köln 17 4 5 8 25 29 -4 17
13 Werder 16 4 5 7 18 31 -13 17
14 Hamburger 16 4 4 8 17 27 -10 16
15 Augsburg 16 4 2 10 17 32 -15 14
16 Mainz 17 2 6 9 17 29 -12 12
17 St. Pauli 16 3 3 10 14 28 -14 12
18 Heidenheim 17 3 3 11 16 38 -22 12
Athugasemdir
banner
banner