Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fös 16. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Barist um Manchester
Tveir Lundúnaslagir
Mynd: EPA
Mynd: Man Utd
Það er mikið fjör framundan í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem veislan hefst í hádeginu á morgun með Manchester-slagnum.

Manchester United tekur þar á móti titilbaráttuliði Manchester City í fyrsta leik Michael Carrick við stjórnvölinn sem bráðabirgðaþjálfari Rauðu djöflanna.

Það eru spennandi leikir á dagskrá yfir daginn þar sem Chelsea mætir Brentford á sama tíma og Tottenham spilar við West Ham í Lundúnaslögum.

Englandsmeistarar Liverpool taka á móti nýliðum Burnley og þá eiga nýliðar Sunderland og Leeds United heimaleiki gegn gestum frá höfuðborginni.

Nottingham Forest lýkur laugardeginum á heimavelli gegn toppliði Arsenal.

Botnlið Wolves fær Newcastle í heimsókn á sunnudag áður en Aston Villa og Everton eigast við.

Lokaleikur umferðarinnar fer svo fram á mánudagskvöldið þegar Brighton og Bournemouth mætast.

Laugardagur
12:30 Man Utd - Man City
15:00 Sunderland - Crystal Palace
15:00 Leeds - Fulham
15:00 Chelsea - Brentford
15:00 Tottenham - West Ham
15:00 Liverpool - Burnley
17:30 Nott. Forest - Arsenal

Sunnudagur
14:00 Wolves - Newcastle
16:30 Aston Villa - Everton

Mánudagur
20:00 Brighton - Bournemouth
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner