Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sonur þjálfarans skrifar undir til 2030
Mynd: EPA
Kantmaðurinn Giuliano Simeone er búinn að skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við Atlético Madrid, þar sem hann leikur undir stjórn föðurs síns Diego Simeone.

Simeone er orðinn mikilvægur hlekkur í byrjunarliði Atlético en hann er 23 ára gamall og hefur komið að 10 mörkum í 27 leikjum á fyrri hluta tímabils.

Giuliano hefur verið hjá Atlético frá 2019 eftir að hafa alist upp hjá River Plate í heimalandinu þegar hann bjó hjá móður sinni.

Diego hefur þjálfað Atlético síðustu 15 ár og gert magnaða hluti með félagið.


Athugasemdir
banner