Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 13:57
Elvar Geir Magnússon
City búið að semja við Palace um Guehi
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Marc Guehi er á leið frá Crystal Palace til Manchester City en félögin eru búin að semja um kaupverð.

Samningur Guehi, sem er fyrirliði Palace, átti að renna út í sumar en City lagði fram tilboð eftir meiðsli varnarmanna liðsins, Josko Gvardiol og Ruben Dias.

Guehi er ekki búinn að semja formlega við City um kaup og kjör en samkvæmt breska ríkisútvarpinu ætti það ekki að formsatriði.

Fyrr í glugganum keypti City vængmanninn Antoine Semenyo frá Bournemouth.

Guehi er 25 ára gamall og er einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar. Hann á að baki 26 landsleiki fyrir England. Í lok sumargluggans var hann nálægt því að ganga í raðir Liverpool.
Athugasemdir
banner