Íslendingafélagið Brann er að selja varnarmanninn Eivind Helland til ítalska félagsins Bologna fyrir metfé. Hann verður dýrasti leikmaður sem Brann hefur nokkurn tímann selt.
Kaupverðið er um 8,5 milljónir evra eða 100 milljónir norskra króna. Áður var salan á Aune Heggebo til West Brom í fyrra sú stærsta í sögu félagsins en hann kostaði 5,5 milljónir evra.
Kaupverðið er um 8,5 milljónir evra eða 100 milljónir norskra króna. Áður var salan á Aune Heggebo til West Brom í fyrra sú stærsta í sögu félagsins en hann kostaði 5,5 milljónir evra.
Helland hefur getið af sér gott orð í Noregi þrátt fyrir ungan aldur. Hann er bara tvítugur en hefur spilað stórt hlutverk í liðinu hjá Frey Alexanderssyni.
„Hann er 1,96 á hæð, 92 kíló, öskufljótur og frábær á boltanum. Settu verðskilti á ennið á honum og svo sjáum við hvaða talan verður stór," sagði Freyr um Helland í viðtali við Fótbolta.net síðasta sumar.
Núna er Bologna að sækja hann og er Helland mættur til Ítalíu. Bologna er sem stendur í níunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir



