Janúarmánuður er að verða hálfnaður og glugginn er galopinn. Slúðurpakki dagsins er unninn upp úr samantektum BBC og Daily Mail á því helsta sem er í umræðunni.
Þær sögusagnir eru ekki sannar að Bruno Fernandes (31) hugsi sér til hreyfings núna í janúarglugganum eftir að Rúben Amorim var látinn fara. Bruno hyggst halda tryggð við Manchester United. (BBC)
Paris Saint-Germain gæti reynt við Enzo Fernandez (24), argentínska landsliðsmiðjumanninn hjá Chelsea. Enzo er sagður ósáttur við brotthvarf nafna síns Enzo Maresca en þeir áttu mjög gott samband. (L'Equipe)
Atletico Madrid vill fá brasilíska miðjumanninn Joao Gomes (24) frá Wolves eftir að hafa selt enska landsliðsmanninn Conor Gallagher til Tottenham. (Marca)
Everton hefur sent tilboð til tyrkneska félagsins Fenerbahce í marokkóska sóknarmanninn Youssef En-Nesyri (28). Rætt er um lánssamning með klásúlu um möguleika á 17 milljóna punda kaupum. (Fabrizio Romano)
Nottingham Forest er einnig að reyna að fá En-Nesyri en Fenerbahce telur að leikmaðurinn vilji frekar fara til Everton. (Florian Plettenberg)
Everton hefur einnig áhuga á sóknarmanninum Callum Wilson (33) sem er í viðræðum um að rifta samningi við West Ham. (Athletic)
Everton, Werder Bremen og Ajaex fylgjast með úkraínska hægri bakverðinum Yukhym Konoplya (26) en samningur hans við Shaktar Donetsk rennur út í sumar. (Florian Plettenberg)
West Ham fundar um það að lækka verðmiðann á miðjumanninum Lucas Paqueta (28) sem er á óskalista brasilíska félagsins Flamengo. (ESPN)
Souza (19), varnarmaður Santos, fer væntanlega í læknisskoðun hjá Tottenham í dag. Enska félagið er að ganga frá 13 milljóna punda kaupum á brasilíska vinstri bakverðinum. (Sky Sports)
Brentford er að klára 15,6 milljóna punda kaup á ítalska sóknarmanninum Matteo Cancellieri (23) frá Lazio. (Gazzetta dello Sport)
Crystal Palace er í viðrææðum við franska félagið Angers um franska framherjann Sidiki Cherif (19) sem getur leikið í öllum fremstu stöðunum og á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum. (Sky Sports)
Roma mun borga 2 milljóna punda lánsfé fyrir Donyell Malen, framherja Aston Villa. Þá er 25 milljóna punda klásúla um að geta keypt hollenska landsliðsmanninn alfarið. (Fabrizio Romano)
Bournemouth er meðvitað um að það gæti orðið erfitt að halda miðjumanninum Alex Scott (22). Manchester United, Manchester City, Aston Villa og Newcastle United hafa sýnt honum áhuga. (Teamtalk)
Juventus er meðal félaga sem hafa áhuga á Philippe Mateta (28), sóknarmanni Crystal Palace. (Daily Mail)
Marshall Munetsi (29), miðjumaður Úlfanna, er nálægt því að ganga í raðir Paris FC á láni. (L'Equipe)
Celtic og Derby County hafa áhuga á David Datro Fofana (23), sóknarmanni Chelsea. (Daily Mail)
Athugasemdir



